Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2013

Með 21. ágúst, 2013febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ helgina 23.-25. ágúst. Skógræktarfélag Garðabæjar er gestgjafi fundarins en félagið fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir um Garðabæ og útmörk bæjarins þar sem gestum gefst tækifæri á að sjá með eigin augum þann árangur sem þar hefur náðst við uppgræðslu og skógrækt. Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður í safnaðarheimilinu á laugardagskvöld þar sem valinkunnir menn verða heiðraðir fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Í fræðsluerindum á fundinum verður sjónum meðal annars beint að endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins með tilliti til útivistar og skógræktar, eldvörnum á skógræktarsvæðum og hugmyndum um skipulag á jörð Skógræktarfélags Íslands og skátahreyfingarinnar að Úlfljótsvatni.

Dagskrá aðalfundar, starfsskýrslur Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs og aðrar gagnlegar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands (hér).

Hægt verður að fylgjast með gangi fundarins á Facebook-síðu Skógræktarfélagsins (hér).