Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2015 settur

Með 14. ágúst, 2015febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2015 var settur í morgun, en að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri, í boði Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem fagnar 85 ára afmæli á árinu.

Hófst fundurinn með ávörpum Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, Ólafs Thoroddsen, formanns Skógræktarfélags Eyfirðinga, Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og Eiríks B. Björgvinssonar bæjarstjóra Akureyrarbæjar. Að ávörpum loknum tekur við skýrsla stjórnar og kynning reikninga Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs.

Eftir hádegismat verður svo haldið í vettvangsferð til Siglufjarðar, en þar verður Opinn skógur í Skarðdal formlega opnaður. Frá Siglufirði verður svo haldið til Hánefsstaða þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga verður með móttöku fyrir fundargesti.

Fundurinn heldur svo áfram á laugardag og sunnudag.

 

Myndir frá fundi verða birtar á Facebook-síðu félagsins.