Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands settur

Með 28. ágúst, 2009febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

74. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var settur í dag, föstudaginn 28. ágúst 2009, í Nýheimum á Höfn. Magnús Gunnarsson, formaður félagsins, setti fundinn, sem hófst á ávörpum.  Fyrst tók til máls Elín S. Harðardóttir, formaður Skógræktarfélags Austur-Skaftfellinga, sem er gestgjafi fundarins, og bauð hún fundargesti velkomna. Því næst ávarpaði Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar, fundinn og fjallaði hann meðal annars um mikilvægi skógræktar og tengingu skógræktarfélaga við ungmennafélagshreyfinguna. Seinastur tók til máls Þröstur Eysteinsson, frá Skógrækt ríkisins og kom hann meðal annars inn á breytta markaðsstöðu afurða úr íslenskum skógum.

Að ávörpum loknum tóku við hefðbundin aðalfundarstörf – kynning á starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands og kynning ársreikninga.

Fundinum verður fram haldið næstu tvo daga, en honum lýkur um hádegi á sunnudag.

adalfundur-setning