Skip to main content

Aprílskógar 2013

Með 18. apríl, 2013febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Nú þegar sólin hækkar á lofti eru Aprílskógar að skjóta rótum, en Aprílskógar eru söfnunarverkefni Græns Apríl fyrir skógrækt. Safnað er fyrir tveimur verkefnum í ár, annars vegar stuðningi við Bændaskóga á Austurlandi, en þar þarf að grisja lerkiskóginn. Grisjun á hvern ha kostar 150 þúsund krónur. Hins vegar er safnað fyrir plöntun nýrra trjáa í Skorradal, þar sem stefnt er á að rísi með tíð og tíma Aprílskógur ú r birki og reynitrjám. Nánar má lesa um Grænan apríl á heimasíðu verkefnisins (hér).

Meginþemað sem unnið er eftir í tengslum við DAG JARÐAR, er birting loftslagsbreytinganna. Ein þeirra er aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu. Lauf á trjám bindur koltvísýringinn, svo og ræturnar í moldinni, en um það verður einmitt fjallað í einum af fyrirlestrunum sem verða á DEGI JARÐAR í Háskólabíói þann 21. apríl n.k. Nánari upplýsingar og miðasala á viðburðinn í Háskólabíó eru á síðunni midi.is (hér).