Skip to main content

„Ask veit ek standa…“ – Málþing um trjágróður í þéttbýli

Með 27. febrúar, 2015febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Garðyrkjufélag Íslands (GÍ) og Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra (SAMGUS) standa fyrir málþingi um trjágróður í þéttbýli föstudaginn 27. febrúar, kl. 10:00-15:00 og er það haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin).

Fundarstjóri er Þuríður Backman, formaður Garðyrkjufélags Íslands.

Dagskrá – með fyrirvara um breytingar:

9:30-10:00 Skráning
Kaffisopi og spjall
10:00 Setning
Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar og formaður SAMGUS. 
  Trjágróður í borg og bæ
Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnastjóri GÍ.
Með trú og dirfsku brautryðjandans hafa orðið gífurlegar breytingar á gróðurfari í þéttbýli. Í erindi þessu verður hugað að mörgu áhugaverðu sem fyrir auga ber þegar gengið er um í borg og bæ.
  Rótlaust tré stendur ekki stöðugt – um tré og skipulagsmál
Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Í erindinu er fjallað um stöðu trjáa í síkviku skipulagsumhverfinu og velt vöngum yfir gildi trjáa í borgarumhverfi. Greint verður frá nýlegum niðurstöðum íbúakannanna sem draga fram áhyggjur íbúa af grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Komið verður inn á fjórðu víddina – tímann, sem lykilatriði í vexti trjánna sem borganna.
  Trjáræktarstefna Reykjavíkur
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg.
Kynnt verður stefna Reykjavíkurborgar í trjáræktarmálum sem samþykkt var í borgarstjórn þann 19. nóvember 2013.
  Ástand götutrjáa, skemmdir, hættur og leiðir til úrbóta
Magnús Bjarklind, skrúðgarðyrkjutæknir hjá EFLU ehf.
Fjallað verður um ástand götutrjáa, m.a. í Reykjavík. Hverjir eru helstu skaðvaldar og mögulegar hættur af völdum núverandi ástands. Einnig fjallað um nýjar leiðir í ræktun trjágróðurs við erfið skilyrði, m.a. takmarkað rótarrými.
12:00 Matarhlé
Boðið verður upp á súpu, brauð og grænmeti á staðnum. Innifalið í þátttökugjaldi. 
12:45 Fágæt og merkileg tré í Reykjavík
Einar Ó. Þorleifsson og Björk Þorleifsdóttir.
Fjallað verður um söguleg og fágæt tré í Reykjavík. Mikilvægi trjánna og gildi í borgarumhverfinu ásamt verndargildi. Skrásetning og fræðsla.
  Skógurinn í borginni og borgin í skóginum
Gústaf Jarl Viðarsson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Fjallað verður um borgarskóginn, útbreiðslu trjágróðurs í Reykjavík, skógræktarskilyrði á höfuðborgarsvæðinu og þá þjónustu sem trén í borginni veita íbúum.
  Götutré, borgarskógrækt og val á trjátegundum
Samson Bjarnar Harðarson, lektor við LBHÍ og verkefnisstjóri Yndisgróðurs.
Líf trjáa í borgum er hættuspil. Borgartré lifa oft við erfiðar aðstæður, mengun, salt af götum, lítið rótarrými og þeim stendur stöðug hætta af skemmdarvörgum, bílum, byggingarframkvæmdum og misviturlegum stjórnsýsluákvörðunum. Í erindinu verður fjallað um viðmið um val á trjátegundum í borgarumhverfi.
  Markmið um trjágróður í Garðabæ
Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar.
Kynnt verða markmið um trjágróður í Garðabæ sem umhverfisnefnd setti og samþykkt var í mars 2014, fræðslu til íbúa um trjágróður á lóðum og árlega könnun trjágróðurs á lóðamörkum.
14:45 Samantekt og fundarslit.

 

Bókakaffi
Að loknu málþingi geta þátttakendur fengið sér kaffi og kynnt sér mikið úrval bóka um trjágróður sem Garðyrkjufélagið er með í sölu, að ógleymdu bókasafni félagsins.

Skráning á málþingið er á netfanginu gardyrkjufelag@gardurinn.is . Verð kr. 8.000. Hádegisverður innifalinn. Verð fyrir námsmenn: kr. 6.000.
Fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem senda marga starfsmenn á málþingið er boðið upp á að fjórði hver þátttakandi sé ókeypis.