Skip to main content

Birki tólf-faldar hæð sína á einu ári

Með 30. ágúst, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Skógræktarfélag Íslands fékk sendar eftirfarandi myndir frá Gunnari Björnssyni í Garðabæ. Gunnar gróðursetti litlar birkiplöntur af yrkinu Embla í júní 2009 og voru það þá um 15 cm háar bakkaplöntur, fengnar frá gróðrarstöðinni Hvammi á Flúðum.

Voru plönturnar settar niður við sumarhús í landi Efra-Sels á Flúðum.  Megnið af þeim er búið að ná um metra hæð eftir árið, nokkrar í um 1,5 m hæð, en ein sker sig úr og er búin að ná tæplega 1,8 m hæð, eða um tólf-falda hæð við gróðursetningu! Verður það að teljast góður árangur á einu ári.

vaxtarbirki1

Hér má sjá hæðarmálið á besta birkinu.

vaxtarbirki2

Plantan er orðin alveg mannhæðarhá.