Skip to main content

Boðið heim í skóg – Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi. Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk

Með 28. apríl, 2018febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum og starfsfólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

Á námskeiðinu verður fjallað um skipulagningu þess að bjóða fólki heim í skóg, reynslu af skógarviðburðum hér á landi, eins og skógardögum, móttöku hópa í skógi og samstarfi um slíka viðburði, skipulag og uppsetningu dagskrár sem höfðar til mismunandi markhópa, skipulag og stjórnun, greiningu áhættuþátta, verkefnaval og kynningu.

KennararIngólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, Eygló Rúnarsdóttir kennari Háskóla Íslands, Þór Þorfinnsson, skógarvörður Hallormsstað og Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar.

Tími: Laugardaginn 28. apríl. kl. 9:00-16:00 í Gömlu Gróðrarstöðinni, Akureyri.

Verð: 17.000 kr. (Kaffi og hádegissnarl og gögn innifalin í verði).

Skráningarfrestur er til 23. apríl 2018 og má skrá sig á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands (hér).

Námskeiðið er sameiginlegt verkefni samstarfsaðila um skógarfræðslu þ.e. Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarinnar.