Skip to main content

BRESKA KÓLUMBÍA 2017

Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir fræðsluferð til Bresku-Kólumbíu í Kanada dagana 9. – 20. september 2017.

Flogið var til Edmonton, höfuðborgar Alberta-fylkis laugardaginn 9. september. Lent var síðdegis og gist fyrstu nóttina í Leduc, einni útborg Edmonton.

Sunnudaginn  10. september var farið á slóðir Vestur-Íslendinga í Markerville.  Daginn eftir var lagt af stað í átt til Klettafjallanna og ekið til bæjarins Hinton, ekki langt frá Jasper þjóðgarðinum, en í Hinton var gist næstu tvær nætur. Á leiðinni var heimsóttur vísundabúgarður.

Þriðjudaginn 12. september var Jasper þjóðgarðurinn heimsóttur. Byrjað var á að fara með kláfi upp á fjall til að njóta útsýnis yfir umhverfið og svo gefinn frjáls tími til að skoða sig um.

Miðvikudaginn 13. september var ekið til Banff, eftir „Jöklaveginum“ (Icefields Parkway) og stoppað á vel völdum stöðum til að skoða ýmis náttúrufyrirbrigði. Eftir langan akstur þann dag var gefinn frjáls dagur í Banff þjóðgarðinum daginn eftir.

Fimmtudaginn 15. september tók aftur við ökudagur, með akstri frá Banff til Kelowna og var þá komið frá Alberta yfir til Bresku-Kólumbíu. Í Kelowna var gist næstu tvær nætur.

Laugardagurinn 16. september var helgaður frægörðum, en heimsótt var skógrannsóknastöðin Kalamalka Forestry Centre og Vernon Seed Orchard, sem er einkarekinn frægarður.

Sunnudagurinn 17. september var svo aftur langur ökudagur, en þá var ekið frá Kelowna til Kyrrahafsstrandarinnar í nágrenni Vancouver, en gist var þar næstu nótt.

Mánudaginn 18. september var tekin ferja yfir til Vancouver-eyju og heimsóttur Butchard Garden garðurinn, áður en haldið var til Victoria, höfuðborgar Bresku-Kólumbíu, þar sem gist var næstu tvær nætur.

Daginn eftir var haldið til bæjarins Duncan, þar sem heimsótt var BC Forest Discovery Centre. Þaðan var haldið til baka til Victoria, þar sem gefinn var frjáls tími það sem eftir var dags.

Miðvikudaginn 20. september var vaknað snemma, tekin ferja yfir til Vancouver og haldið út á flugvöll, en flogið var heim frá Vancouver.

Í 2. tölublaði Skógræktarritsins 2017 er grein um ferðina og má lesa hana hér (.pdf).