Dorrit Moussaief velur best skreytta jólatréð

Með desember 18, 2011 febrúar 13th, 2019 Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands hefur fengið fimm unga myndlistarmenn og hönnuði til að skreyta íslensk jólatré sem verða til sýnis á jólatrjáamarkaði skógræktarfélaga við Umferðarmiðstöðina (BSÍ) sunnudaginn 18. desember. Þetta er gert til þess að gefa gestum og gangandi tækifæri til að kynnast nýstárlegum og frumlegum leiðum til að skreyta jólatré. Dorrit Moussaief forsetafrú mun síðan velja best skreytta tréð á sunnudaginn kl. 14. Listamenn/hönnuðir sem taka þátt í þessum viðburði eru: Hildur Yeoman og Daníel Björnsson, Inga Birgisdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sara Riel og Tinna Ottesen.

Tónlist, kakó og piparkökur í boði.

Allir velkomnir!