Skip to main content

Fín frétt um íslensk jólatré

Með 14. desember, 2010febrúar 13th, 2019Fjölmiðlaumræða

Í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins þann 13. desember var fín umfjöllun um íslensk jólatré, með viðtali við Kjartan Ólafsson, formann Skógræktarfélags Árnesinga.

Íslensk jólatré eru atvinnuskapandi, gjaldeyrissparandi, ferskari og vistvænni, þar sem eiturefni eru ekki notuð við ræktun þeirra og flytja þarf þau mun styttri leiðir á markað, sem losar auðvitað mun minna kolefni.

Veljum íslenskt – stafafuru, rauðgreni, blágreni eða sitkagreni!

Skoða má fréttina á vef Ríkissjónvarpsins – www.ruv.is.

jolatre