Skip to main content

Fræðsluferð til Þýskalands

Með 11. janúar, 2012febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Skógræktarfélag Íslands hefur um áraraðir staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grund og er ferð ársins 2012 nú í undirbúningi.  Stefnan er tekin til upprunalands skógræktar sem slíkrar, Þýskalands, og er fyrirhugað að fara þangað næsta haust, í september.

Fyrirhugað er að fljúga til München og fara þaðan í um viku ferð um Bæjaraland (Bayern) til að skoða skóga og vinnslu afurða skóga, auk þess sem ætlunin er að hitta þarlent skógarfólk. Einnig verður, eins og ávallt, hugað að almennri skoðun á náttúru og sögustöðum svæðisins og má þar sérstaklega telja til kastala, en af þeim er töluvert í Bæjaralandi. Á stefnuskránni er að skoða að minnsta kosti einn slíkan.

Hægt er að skrá sig strax á áhugalista fyrir ferðina til að fá nánari upplýsingar um ferðina um leið og þær liggja fyrir. Hafið samband við Skógræktarfélag Íslands, skog (hjá) skog.is eða s. 551-8150.

Í þessa ferð okkar, líkt og aðrar, gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær.