Fræðsluganga: Selhólar í Lækjarbotnum – Gróður, jarðfræði og saga

Með júní 11, 2013 febrúar 13th, 2019 Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu þriðjudagskvöldið 11. júní undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs og Gísla Bragasonar jarðfræðings. Í Lækjarbotnum er áhugavert útvistarsvæði í fögru umhverfi sem þó fáir vita af. Horft verður sérstaklega til gróðurs, jarðfræði og sögu staðarins.

Lagt verður af stað í gönguna frá bílastæði skammt frá Tröllabörnum við Suðurlandsveg kl. 19:30.

sk kop gangajun