Skip to main content

Garðaganga í Rósagarðinn í Höfðaskógi

Með 11. júlí, 2012febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Garðyrkjufélag Íslands verður með garðagöngu í Rósagarðinn í Höfðaskógi miðvikudaginn 11. júlí og hefst hún kl. 18:00. Mæting er við Gróðrarstöðina Þöll, við Kaldárselsveg.

Rósagarðurinn í Höfðaskógi er samstarfsverkefni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og þar eru fyrst og fremst ræktaðrar harðgerðar runnarósir. Leiðsögumenn eru þeir Vilhjálmur Lúðvíksson og Kristleifur Guðbjörnsson.

Gróðrarstöðin Þöll mun verða með til sölu nokkur rósayrki sem Jóhann Pálsson, fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur þróað.

Sjá nánar á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands (hér).

ros
(Mynd: RF).