Skip to main content

Grasagarður Reykjavíkur: Reyniviður að hausti

Með 1. október, 2016febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Í Grasagarði Reykjavíkur er mikið reynisafn sem skartar sínu fegursta á haustin með fögrum litbrigðum laufanna og reyniberjum sem spanna allt frá hvítu yfir í bleikt og eldrautt.

Reynitrén í Grasagarðinum telja nokkra tugi tegunda og koma meðal annars frá Íslandi og Grænlandi, Nýfundnalandi, Pakistan og Japan svo fátt eitt sé talið.

Laugardaginn 1. október kl. 14 mun Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins, leiða fræðslugöngu um reynisafn garðsins. Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins við Laugatungu.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!