Skip to main content

Gróðursetningardagur í Vatnshlíð

Með 17. september, 2011febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til gróðursetningardags á laugardaginn kemur, 17. september, í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn milli kl. 10.00 – 14.00. Félagið óskar því eftir sjálfboðaliðum en gróðursett verður í nýjan minningarreit um hjónin Hjálmar R. Bárðarson f.v. siglingamálastjóra og Else S. Bárðarson. Hjálmar var mikill áhugamaður um náttúru Íslands, ekki hvað síst fugla. Meðal annars verða gróðursettir berjarunnar, reynitré og fleiri tegundir sem hafa sérstakt gildi fyrir fugla. Öllum er velkomið að mæta og taka þátt. Er það ósk félagsins að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í þessu uppbyggilega verkefni. Mæting er við Sandvíkina við Hvaleyrarvatn. Verkfæri verða á staðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins: 555-6455.