Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Björgunarsveitin Heiðar verða með jólatrjáasölu í desember.

Skógarferð er skemmtileg afþreying til að velja jólatré. Fólk fer um skóginn og leitar uppi sitt fegursta jólatré og heggur/sagar það. Tilvalið fyrir börnin velja sitt tré!

Sagir verða til láns og hægt verður að setja trén í net. Boðið verður uppá ketilkaffi og kakó með smákökum.

Hægt verður að hlýja sér við varðeldinn.

Verð er 7.000 kr. á tréð, óháð stærð.

Reykholt – Höskuldargerði 14. desember
Félagar í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar standa vaktina í Höskuldargerði í Reykholti laugardaginn 14. des. milli kl. 11 og 16. Í skóginum í Reykholti má finna stafafuru, blágreni, rauðgreni og sitkagreni sem öll geta verið falleg jólatré. Vinsamlega athugið að við verðum ekki með posa – komið með reiðufé.

Grafarkotsskógur – Norðurárdal 14., 15. og 21. desember
Félagar í Björgunarsveitinni Heiðari verða í Grafarkoti 14. og 15. desember kl. 11-16. Einnig þann 21. desember kl. 12-15. Posi verður á staðnum.

 

 

 

skborgarfjardar