Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 15. desember kl. 13-16 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum. Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré. Eingöngu verður í boði að höggva stafafuru á staðnum. Við verðum auk þess með takmarkað magn af greni.

Boðið er upp á að fólk geti pantað tré og verður afhending föstudaginn 20. desember á Hellu og Hvolsvelli milli kl. 17-18. Allar upplýsingar eru í símum 869-2042 og 862-1957.

Með kaupum á íslensku jólatré stuðlum við að minni mengun og styrkjum gott málefni. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu félagsins.

https://www.facebook.com/skograektarfelagrangaeinga/

Að venju verður boðið upp á hressingu í skóginum.

skrangaeinga3