Jólatrjáasala Skógræktarfélags Tálknafjarðar verður haldin laugardaginn 21. desember kl. 13.00 – 15.00.

Kaupendur velja sér tré og fella það sjálfir. Það er gott að taka með sér góða sög. Skógræktarmenn aðstoða þá sem þess óska við að velja tré, fella það og flytja heim til kaupanda.

Allar stærðir kr. 6.000.- Eitt verð sama hver stærðin er.

Verið velkomin í tálknfirskan jólaskóg. Við verðum á planinu við skólann og þaðan er auðvelt að ganga upp í skóginn til að velja sér fallegasta jólatréð.

Skógræktarfélag Tálknafjarðar
Upplýsingar í síma 895-2947