Jólaskógurinn í Brynjudal lokar að sinni

Með desember 19, 2011 febrúar 13th, 2019 Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú um helgina komu síðustu hópar þessa árs í heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal. Veðurguðirnir voru nokkuð mislyndir þessar helgar í desember sem hópar komu í heimsókn (gustaði dálítið stundum), en þar sem skógurinn er skjólgóður kom það ekki að sök og skartaði skógurinn hvítum jólasnjó allan tímann. Fengu gestir góðan göngutúr um skóginn í leit að rétta trén og yljandi kakó-sopa að leit lokinni. Einnig sást til nokkurra rauðklæddra og hvítskeggjaðra manna á ferð inn á milli…

Skógræktarfélag Íslands þakkar öllum þeim sem sóttu sér tré í jólaskóginn í Brynjudal fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta aftur að ári!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá „vertíð“ þessa árs í Brynjudal.

jolaskogur1

Jólatrénu pakkað í net (Mynd: RF).

jolaskogur2
Það er gott að fá sér kakó þegar komið er úr skóginum með tréð (Mynd:RF).

jolaskogur3
Börnin fá hollar og góðar mandarínur frá þessum jólasvein (Mynd: RF).

jolaskogur4
Það er alltaf vinsælt að fá mynd af sér með jólasveinunum (Mynd:RF).

jolaskogur5
Brugðið á leik með voffa (Mynd: RF).

jolaskogur6
Það er hægt að gera fleira en að velja sér tré í skóginum (Mynd: RF).