Skip to main content

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna næstu helgi

Með 10. desember, 2009febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Næstu helgi (12.-13. desember) verða fjölmörg skógræktarfélög með jólatrjáasölu. Nánari upplýsingar má nálgast á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (hér).

Eftirtalin félög verða með sölu:

 

Skógræktarfélag Austurlands , Eyjólfsstaðaskógi, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga, Haukafelli, sunnudaginn kl. 11-16.

Skógræktarfélag Árnesinga , Snæfoksstöðum í Grímsnesi, báða dagana kl. 10-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Daníelslundi, laugardaginn .

Skógræktarfélag Eyfirðinga, Laugalandi, báða dagana kl. 11-14:30.

Skógræktarfélag Hafnfirðinga, Höfðaskógi (Selinu við Kaldárselsveg), báða dagana kl. 10-18 og föstudaginn 11. desember kl. 17-20.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar,  Hamrahlíð, báða dagana kl. 10-16. Auk þess er opið á virkum dögum kl. 12-16.

Skógræktarfélag Rangæinga , Bolholti, sunnudaginn kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, Heiðmörk, báða dagana kl. 11-17 á jólamarkaðinum að Elliðavatni og í Hjalladal kl. 11-16.

Skógræktarfélag Skagfirðinga, Hólum og Varmahlíð, laugardaginn kl. 12-15.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, Furulundi (norðan í Akrafjalli), báða dagana kl. 13-16:30.

Skógræktarfélagið Mörk, Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn kl. 13-15.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarsýslu, báða dagana kl. 11-15.

Skógræktarfélag Íslands, Brynjudalur í Hvalfirði, eingöngu bókaðir hópar.

jolaskogar12-13