Skip to main content

Jólatrjáasala skógræktarfélaganna síðustu helgi fyrir jól

Með 15. desember, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Þó nokkur skógræktarfélag munu selja jólatré núna síðustu helgina fyrir jól. Það er öllum í hag að kaupa ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja jafnframt skógræktarstarfið í landinu.

Eftirtalin skógræktarfélög eru með jólatré til sölu nú helgina fyrir jól. Nánari upplýsingar eru á jólatrjáavef skógræktarfélaganna (sjá hér).

Skógræktarfélag Austurlands
Eyjólfsstaðaskógi helgina 18.-19. desember, kl. 10-16.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga
Gunnfríðarstöðum og Fjósum sunnudaginn 19. desember, kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga
Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgina 18.-19. desember, kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Daníelslundi og Reykholti, í samvinnu við björgunarsveitir á félagssvæðinu, helgina 18.-19. desember.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Laugalandi á Þelamörk helgina 18.-19. desember, kl. 11-14:30.

Skógræktarfélag Garðabæjar
Smalaholti, laugardaginn 18. desember, kl. 12-16.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Selinu við Kaldárselsveg (Höfðaskógi) helgina 18.-19. desember, kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Hamrahlíð við Vesturlandsveg helgina 18.-19. desember, kl. 10-16. Einnig opið á virkum dögum 12-16. desember. 

Skógræktarfélagið Mörk
Reit skógræktarfélagsins í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu sunnudaginn 19. desember, kl. 13-16.

Skógræktarfélag Rangæinga
Bolholti sunnudaginn 19. desember, kl. 12-15.
 
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Helgina 18.-19. desember á Jólamarkaði félagsins að Elliðavatni, kl. 11-17 og í Hjalladal í Heiðmörk kl. 11-16. Einnig í Kauptúni 3 í Garðabæ alla daga fram að jólum, klukkan 15-21 virka daga og 10-21 um helgar.

Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps
Fossá í Hvalfirði helgina 18.-19 desember, kl. 10-16.