Skip to main content

Jólatrjáasölur skógræktarfélaga – fjórða helgi í aðventu

Með 13. desember, 2016febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Nú fjórðu helgi í aðventu (og næstu daga) má kaupa jólatré hjá ýmsum skógræktarfélögum:

 

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu í Slögu sunnudaginn 18. desember kl. 12-15. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – www.skog.is/akranes/

Skógræktarfélag A-Húnvetninga er með jólatrjáasölu á Gunnfríðarstöðum helgina 17. – 18. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu um helgina að Snæfoksstöðum, opið kl. 11-16. Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skogarn.is/

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti sunnudaginn 18. desember kl 11-15, í Grafarkoti helgina 17. – 18. desember kl. 11-15 í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar og í Holti sunnudaginn 18. desember kl. 11-15 í samstarfi við Björgunarsveitina Brák. Einnig verður Björgunarsveitin Brák með jólatrjáasölu í húsnæði Brákar, Pétursborg, dagana 21. – 23. desember kl. 16-20.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi um helgina kl. 11-15. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyfir%C3%B0inga-155414624471507/?hc_ref=SEARCH&;fref=nf

Skógræktarfélag Eyrarsveitar selur jólatré úr Brekkuskógi og Eiðisskógi. Hefst salan helgina 17. – 18. desember. Sjá nánar á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/Sk%C3%B3gr%C3%A6ktarf%C3%A9lag-Eyrarsveitar-462859850484023/?hc_ref=PAGES_TIMELINE&;fref=nf

Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er opin alla daga kl. 10-18 – jólatré, tröpputré, kransar og fleira.  Sjá nánar á heimasíðu félagsins – http://www.skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg alla daga frá 10. desember til 23. desember. Opið kl. 10-16 um helgar og kl. 12-17 virka daga. Sjá heimasíðu félagsins – www.skogmos.net

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, sunnudaginn 18. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu um helgina á Jólamarkaðinum á Elliðavatni kl. 11-16:30 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði kl. 11-16. Sjá nánar á Facebook-síðu markaðarins: https://www.facebook.com/heidmork/ og heimasíðu félagsins – http://heidmork.is/

Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði allar helgar fram að jólum kl. 10-16.

 

Upplýsingar um jólatrjáasölur skógræktarfélaganna má einnig finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is/jolatre