Skip to main content

Námskeið: Efling berjaræktar á Íslandi

Með 14. nóvember, 2014febrúar 13th, 2019Fræðsla

Í haust eru liðin 75 ár frá því Garðyrkjuskóli ríkisins hóf starfsemi sína á Reykjum í Ölfusi og af því tilefni efnir Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) til námskeiðs þar sem megin þemað er efling berjaræktar á Íslandi.

Norski garðyrkjuráðunauturinn Åge Jørgensen mun fjalla um eflingu berjaræktunar, bæði úti og inni, í Noregi síðustu ár, en hann hefur þróað nýjar aðferðir við ræktun berja í gróðurhúsum og köldum dúkhúsum.

Einnig verður farið yfir stöðu mála á Íslandi í dag. Sérfræðingar munu fjalla um rannsóknaverkefni undanfarinna ára og framleiðendur og ræktendum munu fjalla um ýmsar tegundir berja- og ávaxtaplantna, kosti þeirra og galla.

Námskeiðið er haldið föstudaginn 14. nóvember, kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi.
Verð: 12.900 kr. (innifalið eru námsgögn, kaffiveitingar og léttur hádegisverður)

Nánari upplýsingar á heimasíðu LbhÍ: www.lbhi.is/namskeid.