Skip to main content

Námskeið: Ræktun og umhirða gróðurs í sumarhúsalandi

Með 11. júní, 2015febrúar 13th, 2019Fræðsla

Fjölþætt námskeið með fjölda hugmynda sem nýtast sumarhúsaeigendum. Undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar er farið í skógargöngu þar sem skoðaður er fjöldi blómplantna, trjáa- og runnategunda sem henta í blandskóg og lundi. Kennd er sáning á fræi og græðlingaræktun. Kynntar verða lausnir til að skapa lygnan sælureit og umhirða sem vænleg er til árangurs.

Tími: Fimmtudagur 11. júní kl. 17:30 – 21:30. 
Staður: Gróðrarstöðin Þöll við Kaldársel, Hafnarfirði.
Verð: kr. 8.200. Léttur kvöldverður innifalinn.
Kennarar: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og Steinar Björgvinsson skógfræðingur.