Skip to main content

Nýr samningur Skógræktarfélags Íslands við Arion banka

Með 20. maí, 2011febrúar 13th, 2019Skógræktarverkefni

Skógræktarfélag Íslands hefur nú gert samstarfssamning við Arion banka um verkefnið Opinn skóg og útgáfu og kynningu á skógræktarsvæðum á Íslandi. Samninginn undirrituðu Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka fimmtudaginn 19. maí.

Markmið samningsins er styrkja skógræktarstarf á Íslandi og miðla og kynna almenningi alhliða upplýsingar um tré og skóg.

Nú þegar hafa ellefu svæði verið opnuð undir hatti Opinna skóga og það tólfta verður opnað í sumar að Fossá í Hvalfirði. Með samkomulaginu verður tryggð endurnýjun og viðhald eldri svæða Opinna skóga og unnið að því að opna ný svæði og gera þau að fyrirmyndar útivistar- og áningarstöðum. Auk þess mun Arion banki styðja ýmis konar fræðslustarf Skógræktarfélagsins.

Meðal þeirra hluta sem verður unnið að í Opnum skógum er uppbygging fyrirmyndar útivistaraðstöðu, svo sem skógarstíga, bekkja, merkinga og leiðbeininga, bílastæða o.fl. 

undirskrift-arion

Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, takast í hendur að lokinni undirskrift.