Skip to main content

Nýr samningur um Hellisskóg

Með 31. maí, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Nýr samningur Sveitarfélagsins Árbogar og Skógræktarfélags Selfoss var undirritaður í s.l. viku í blíðskaparveðri í Hellisskógi. Samningurinn kemur í stað eldri samnings um Hellisskóg og með honum er Skógræktarfélagi Selfoss falin öll umsjón með svæðinu, auk þess sem félagið sér um allar framkvæmdir í skóginum.
Lögð er áhersla á að á svæðinu verði byggt upp öflugt og fjölbreytt útivistarsvæði fyrir íbúa í Árborg og gesti og að aðgengi verði sem best.

Skógurinn er friðaður fyrir ágangi búfjár og lausaganga hunda er bönnuð þar.

Frétt af heimasíðu Árborgar – www.arborg.is