Skip to main content

Opið hús skógræktarfélaganna: Eplatré á Íslandi

Með 23. mars, 2010febrúar 13th, 2019Fræðsla

Fjórða Opna hús ársins 2010 verður þriðjudagskvöldið 23. mars og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur mun segja frá eplatrjám á Íslandi, en hann er þekktur í garðyrkjugeiranum fyrir ræktun sína, hefur honum tekist að rækta eplatré og önnur ávaxtatré í garðinum sínum, er stendur alveg niður við sjó. Einnig verður komið inn á önnur ávaxtatré, sem reynslan sýnir að geta vaxið hér á landi, ef vel er að hugað.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

oh-eplatre
Girnileg epli á tré í Reykjavík (Mynd: RF).