Ráðstefnur um trjágróður í borgum

Með júlí 19, 2013 febrúar 13th, 2019 Fundir og ráðstefnur

Fyrir þá sem hafa áhuga á borgarskógum og hlutverki trjágróðurs í borgarumhverfi eru ýmsar áhugaverðar ráðstefnur í boði á næstunni.

Nú í september er ráðstefna í Remscheid í Þýskalandi undir yfirskriftinni „Community Forestry Conference – New challenges for community forestry: Sharing scientific knowledge in a South-North perspective“. Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu hennar: http://www.community-forestry-remscheid.de/.

Dagana 2.-3. apríl 2014 er ráðstefna í Birmingham í Bretlandi undir yfirskriftinni „Trees, People and the Built Environment II – 2014 National Conference of the Institute of Chartered Foresters“, þar sem einblínt er á nýjustu rannsóknir tengdar trjágróðri í borgum og á að finna út hvar helstu eyður í þekkingu á því eru, upp á áframhaldandi rannsóknir. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á: http://www.charteredforesters.org/icf-events/icf-national-conference/.

Dagana 3.-7. júní 2014 er komið að European Forum on Urban Forestry, sem að þessu sinni er haldið í Lausanna í Sviss. Þema ráðstefnunnar er: „Crossing Boundaries: Urban Forests – Green cities“. Nánari upplýsingar eru á: http://www.efuf2014.org.

Dagana 16.-18. júní 2014 er svo alþjóðleg ráðstefna um fjölbreytni borgartrjáa (International conference on Urban Tree Diversity) í Alnarp í Svíþjóð. Sjá nánar á: www.urbantreediversity.com.