Skip to main content

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði

Með 18. ágúst, 2012febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 18. ágúst verður hinn árlegi Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar haldinn hátíðlegur í Höfðaskógi.

Hjálmarslundur í Vatnshlíð (í hlíðinni norður af Hvaleyrarvatni) – kl. 14.00
1. Ávarp: Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
2. Ávarp: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar
3. Helgistund í umsjón séra Gunnþórs Ingasonar.
4. Ávarp: Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs.
5. Afhjúpun minnisvarða um Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson.
6. Ganga með Jónatan Garðarssyni um Höfðaskóg að bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar.

Bækistöðvar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar við Kaldárselsveg – kl. 15.00
1. Veitingar að göngu lokinni.
2. Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikku.
3. Skógargetraun fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum svörum og verðlaun  veitt kl. 16.30.
4. Heitt í kolunum á hlaðinu. Komið með á grillið.
5. Gömlu góðu leikirnir fyrir krakka á öllum aldri í boði ÍTH.

Hestamiðstöð Íshesta – kl. 15.00
1. Börnin fá að fara á hestbak í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta milli kl. 15.00 – 16.00.

Fylgist með á heimasíðu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar (hér).