Skip to main content

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði

Með 17. júlí, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar í Hafnarfirði verður haldinn laugardaginn 17. júlí við Hvaleyrarvatn og nágrenni. Að venju tekur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar þátt.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar/Þöll v/Kaldárselsveg
kl. 14.00: Hugvekja í Bænalundi við Höfða. Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir.
kl. 14.30: Skógarganga að lokinni hugvekju. Leiðsögumaður Jónatan Garðarsson.
kl. 14.30-16.00: Skógarhappdrætti fyrir yngstu kynslóðina.
Dregið úr réttum lausnum kl. 16.30.
kl. 16.00 – 17.00: Kaffiveitingar í Selinu, bækistöðvum félagsins.
 
Hestamiðstöð Íshesta
Kl. 15.00 – 16.00: Börnin á hestbak. Íshestar og Hestamannafélagið Sörli verða með hesta í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta og verður teymt undir börnum.
 
Hvaleyrarvatn – grill
Kl. 14.30-16.30: Hægt verður að grilla við bæjarskálann. Komið með gott á grillið.
 

Nánari upplýsingar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í síma 555-6455.