Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar

Með maí 11, 2011 febrúar 13th, 2019 Skógargöngur

Fyrsta skógarganga sumarsins hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar verður farin miðvikudaginn 11. maí og verður þá gengið um Vífilsstaðahlíð. Mæting er við snúningshliðið við Maríuhella kl. 20:00.

Fylgjast má með dagskránni hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar á heimasíðu félagsins – www.skoggb.is