Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: jólatrjáasala

Með nóvember 22, 2010 febrúar 13th, 2019 Fréttir frá skógræktarfélögum

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður að venju í Selinu (Þöll) við Kaldárselsveg næstu fjórar helgar fram að jólum.

Auk íslenskra furu- og grenijólatrjáa býður félagið upp á greinar, köngla, mosa, leiðisgreinar og jólaskreytingar úr íslensku efni. Opið verður næstu helgi (27. og 28. nóv) frá kl. 10.00 – 16.00. Næstu þrjár helgar þar á eftir verður opið laugar- og sunnudaga frá kl. 10.00 – 18.00.
Gestum er boðið upp á heitt súkkulaði og kökur í notalegu umhverfi skógarins.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins: 555-6455.