Skip to main content

Skógræktarritið, fyrra hefti 2013 er komið út

Með 13. júní, 2013febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarritið, fyrra hefti 2013, er komið út.

Á kápu er fallegt mynd er nefnist „Gyðja vorsins“ eftir Ágúst Bjarnason.

Að vanda eru fjölmargar áhugaverðar greinar í ritinu:

„Heiðursvarðar í skógum landsins“, eftir Jón Geir Pétursson

„Skógrækt að Hálsi í Eyjafjarðarsveit: Urðarmörk“, eftir Eirík Pál Sveinsson

„Hvaða áhrif hefur það á vöxt og byggingarlag lerkis hversu þétt er gróðursett? Fyrstu niðurstöður frá LT-verkefninu“, eftir Þórveigu Jóhannsdóttur, Lárus Heiðarsson og Bjarna Diðrik Sigurðsson

„Broddfura 100 ára þegn í gróðurríki landsins“, eftir Kristin H. Þorsteinsson

„Ástand skóga heimsins“, eftir Mette Løyche Wilkie

„Verðmæti leynast í greinum og kvistum“, viðtal Einars Arnar Jónssonar við Guðmund Magnússon

„Af ræktuðum smíðaviði“, eftir Jón Guðmundsson

„Verkefnið Yndisgróður og uppbygging safnreita garð- og landslagsplantna“, eftir Samson Bjarnar Harðarson

„Frumkvöðull skógræktarstarfs á Þingvöllum“, eftir Einar Örn Jónsson

„Flatarmáls skóglendis flokkað eftir sveitarfélögum og skógræktarfélögum“, eftir Björn Traustason

„Hið ljósa tré“, eftir Pétur J. Jónasson

„Sýn og skipulag sumarbústaðalanda“, eftir Jón Ásgeir Jónsson

„Rauðavatnsstöðin – elstu minjar um skógrækt í Reykjavík“, eftir Sigurð G. Tómasson

Að auki eru minningargreinar um Baldur Helgason, Stefán Pétur Eggertsson og Sigvalda Ásgeirsson.

Með ritinu fylgir til áskrifenda nýjasta Frækornið og fjallar það um hlíðaramal.

Skógræktarritið er leiðarvísir fyrir alla er rækta tré og skóga og er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi. Það er því vettvangur allra áhugasamra um skógrækt og tengd efni og efnisumfjöllun því mjög fjölbreytt.

Skógræktarritið er selt í áskrift og í lausasölu á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands að Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík, sími 551-8150, netfang skog@skog.is. Nýir áskrifendur fá tvö síðustu rit að gjöf. Að auki fylgir nú með fallegur smjörhnífur úr íslenskum viði. Nú er rétta tækifærið til þess að prófa áskrift!

Ef áskrifendur vilja gera athugasemdir, t.d. varðandi breytt heimilisfang, er hægt að senda þær á netfangið: skog@skog.is.

skogrit2013-1