Stefnumörkun um skógrækt afhent ráðherra

Með janúar 10, 2013 febrúar 13th, 2019 Ýmislegt

Starfshópur undir formennsku Jóns Loftssonar skógræktarstjóra hefur unnið að gerð stefnumótunar í skógrækt og hefur nú skipað tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Nefndin, sem var skipuð árið 2006, hefur unnið greinargerð með stefnumarkandi tillögum um áherslur í skógræktarstarfinu sem hún kynnti ráðherra þann 9. janúar.

Í nefndinni sátu fulltrúar Landshlutaverkefna í skógrækt, Landssamtaka skógareigenda og Skógræktarfélags Íslands. Jafnframt voru drög að greinargerð nefndarinnar send í almenna kynningu árið 2010 og bárust þá fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem voru til leiðsagnar við endanlega gerð greinargerðarinnar.

Í greinargerðinni er fjallað um ýmsa þætti skógræktar og hvernig skógræktaraðilar hyggjast móta og skipuleggja starf sitt. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins (hér).