Skip to main content

Stefnumótun Skógræktarfélags Reykjavíkur

Með 7. október, 2013febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum
Undir leiðsögn og verkstjórn Reynis Kristinssonar unnu stjórn og starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur á árunum 2011 – 2013 að stefnumótun þeirri sem hér liggur fyrir. Stefnuplagg á að vera viðmiðun stjórnar og starfsfólks í daglegum ákvörðunum. Þar er reynt að meta alla stærstu þætti í starfi félagsins sem varða framtíð félagsins . Við komumst að niðurstöðu um hvernig við viljum sjá þessa og aðra þætti þróast næstu fimm árin eða svo. Auðvitað er það svo að stefnumótun hjá félagi eins og Skógræktarfélagi Reykjavíkur byggir alltaf á nokkurri óvissu, einkum hvað varðar tekjur. Stefnumótunarvinnan tók því sérstaklega á því verkefni að reyna að festa og treysta  tekjustreymið sem mest, því verkefnin eru næg, þeirra þarf ekki að leita. Fyrir hönd félagsins  þakka ég  öllum þeim sem að þessari vinnu komu og vonast til að þessi stefna auðveldi okkur öllum að efla og styrkja Skógræktarfélag Reykjavíkur.
 
Þröstur Ólafsson, formaður