Stuttmynd um starf skógræktarfélaganna

Með júlí 18, 2012 febrúar 13th, 2019 Fréttir frá skógræktarfélögum

Í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 lét Skógræktarfélag Íslands gera tvö stutt kynningarmyndbönd, sem fjalla annars vegar almennt um starf skógræktarfélaganna og gildi skógræktar og hins vegar um Græna trefilinn, sem er samheiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði í upplandi höfuðborgarsvæðisins.

Var Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður fenginn til að gera myndirnar, en hann er vel þekktur sem leikstjóri kvikmyndarinnar Svartur á leik.

Megintilgangur myndbandagerðarinnar er að vekja athygli á því góða starfi sem skógræktarfélögin hafa unnið í gegnum tíðina og hvetja fólk til að leggja skógræktarhreyfingunni lið. Jafnframt vonast Skógræktarfélag Íslands til að myndirnar opni augu fólks fyrir þeim möguleikum sem felast í skógræktarsvæðunum í nútíð og framtíð.

Myndina um starf skógræktarfélaganna má nú skoða á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, undir Félagið – Myndbönd (hér), bæði í styttri og lengri útgáfu.