Skip to main content

Sumarhátíð fyrir eldri borgara í Kópavogi

Með 25. júlí, 2017febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Kópavogs og bæjarstjórn Kópavogs bjóða eldri borgurum í Kópavogi til sumarhátíðar í Guðmundarlundi þriðjudaginn 25. júlí kl 13:30-16:30.

Dagskrá:
1. Bernhard Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, flytur ávarp og býður gesti velkomna í Guðmundarlund.
2. Harmonikkuleikur og veitingar í boði Skógræktarfélagsins og bæjarstjórnar Kópavogs.
3. Bæjarstjóri flytur ávarp.
4. Nýr minigolfvöllur vígður í Guðmundarlundi.

Rútuferðir verða í Guðmundarlund sem hér segir: frá Sunnuhlíð kl. 12:45, frá Gjábakka kl. 13:00, frá Gullsmára kl. 13:00 og frá Boðanum kl. 13:25.

Þeir sem geta komið á eigin bílum eru hvattir til þess – í Guðmundarlundi eru góð bílastæði.