Skip to main content

Tré fyrir götur og torg – fundur 21. febrúar

Með 21. febrúar, 2011febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Næstkomandi mánudag, þann 21. febrúar standa Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ), Reykjavíkurborg og FIT fyrir fundi í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu. Tilefni fundarins er umræða undanfarið um aspir og önnur götutré í Reykjavík og verður fjallað um trjágróður í borg á faglegum nótum. Fundurinn er kl. 14-16 og gert ráð fyrir umræðum í lokin, vonandi mæta einhverjir fulltrúar úr borgarstjórn.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Dagskrá:
Fundarstjóri:  Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, LbhÍ

14:00 – 14:05 Setning.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ
14:05 – 14:25 Helstu trjátegundir í ræktun (aspir, víðir, greni, fura, reynir, birki)  í þéttbýli landsins – hlutverk sveitarfélaga í að skapa heildarskjól í þéttbýli, kostir og gallar mismunandi tegunda.
Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt, lektor við LbhÍ
14:25 – 14:45 Götutré – hvaða kostum þurfa þau að vera búin, ösp sem götutré, hvað gæti komið í stað aspar sem götutrés? 
Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur, lektor við LbhÍ
14:45 – 15:05 Gróður og gæði – hvaða gæði er verið að búa til innan þéttbýlis með gróðursetningu plantna?  (Heilsufarsleg/fagurfræðileg gæði.)  Er hægt að forgangsraða gæðum eftir mikilvægi? 
Einar E. Sæmundsen/Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitektar, Landmótun sf.
15:05 – 15:25

Götutrén í Reykjavík, hvaða lærdóm má draga, framtíðarstefnumörkun. 
Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar

15:25 – 16:00 Umræður og fyrirspurnir

trefyrirgotur

Glæsileg tré á Hofteigi (Mynd: RF).