Sagan okkar

Skógræktarfélag Íslands er landssamband skógræktarfélaganna í landinu, stofnað þann 27. júní 1930, á Alþingishátíðinni á Þingvöllum.

Megin markmið félagsins samkvæmt lögum þess er að vinna að framgangi skóg- og trjáræktar í landinu, að endurheimta gróðurlendi og klæða landið skógi. Félagið er málsvari skógræktarfélaganna, gætir hagsmuna þeirra og kemur fram fyrir þeirra hönd þegar þörf krefur.

Í gegnum tíðina hefur útgáfa og fræðsla til almennings skipað stóran sess í starfsemi félagsins, en einnig hefur félagið komið að margvíslegum verkefnum tengdum skógrækt, eitt og sér eða í samstarfi við aðra.