Skip to main content

Umsókn í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson

Með 5. desember, 2012febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.
Til úthlutunar verða samtals 4,5 milljónir króna. Styrkirnir eru lausir til umsóknar frá og með 1. desember 2012 og umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 2013.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á geisladiski sem rtf, pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum Skógræktarfélags Íslands (hér),  Landgræðslu ríkisins (land.is) og Skógræktar ríkisins (skogur.is). 

Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“.