Skip to main content

Vilt þú vera með á Jólamarkaðinum á Elliðavatni?

Með 11. nóvember, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Reykjavíkur er nú í óða önn að undirbúa Jólamarkaðinn á Elliðavatni í Heiðmörk, en þar verður opið fjórar síðustu helgarnar fyrir jól. Markaðurinn var fyrst haldinn árið 2007 og hefur átt vaxandi vinsældum að fagna síðan þá.

Kjarni hans er jólatrjáasala af lendum félagsins, auk þess sem eldiviður, kurl og ýmsar smávörur, plattar o.fl. er til sölu á staðnum, að ógleymdum tröpputrjánum vinsælu.  Í Gamla salnum er síðan boðið upp á kakó og vöfflur og margskonar menningardagskrá er í gangi á hverjum degi með upplestrum og tónlistaratriðum. Á hlaðinu við Elliðavatn eru fjöldi jólahúsa þar sem í boði er íslenskt handverk af ýmsu tagi.

Þessa dagana er verið að raða á söluborðin og geta áhugasamir handverksmenn haft samband í síma 856-0058 eða á netfangið kristjan (hjá) skograekt.is.