Aðalfundur 2019

Með júlí 26, 2019 ágúst 21st, 2019 Aðalfundir

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2019 verður haldinn í Kópavogi dagana 30. ágúst til 1. september. Skógræktarfélag Kópavogs er gestgjafi fundarins, en það fagnar fimmtíu ára afmæli í ár.

Fundurinn verður haldinn í Fagralundi í Fossvogsdal, neðan Furugrundar – sjá kort í tengli hér.

Að venju hefst fundurinn kl. 9:30 á föstudagsmorgni með afhendingu fundargagna og fundarsetningu kl. 10:00. Fundinum lýkur svo á hádegi á sunnudegi.

 

Fundargögn
Dagskrá (.pdf)
Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu – ársreikningur 2018 (.pdf)
Yrkja – ársreikningur 2018 (.pdf)

Kjörbréf til útfyllingar (.docx)

 

Fundarkostnaður
Ráðstefnugjald (innifalið í gjaldi eru skoðunarferðir): kr. 7.000
Hádegisverður (föstudagur): kr. 2.000
Hádegisverður (laugardagur): kr. 2000
Hátíðarkvöldverður (laugardagur) (innifalið er þriggja rétta máltíð, fordrykkur og hátíðardagskrá): kr. 7.900

Máltíðir eru valkvæðar og þarf að bóka þær sérstaklega við skráningu. Ef sérþarfir eru með mat vinsamlegast látið vita um það við skráningu á fundinn.