Skip to main content
All Posts By

ragnhildur

Skjótum rótum gróðursetning

Með Fréttir

Þriðjudaginn 28. september næst komandi kl. 16:30 munu félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörgu ásamt fulltrúum Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur koma saman og gróðursetja tré í Heiðmörk. Er sú gróðursetning undir hatti Skjótum rótum verkefnisins, en það felst í því að bjóða þeim sem ekki vilja kaupa flugelda af björgunarsveitunum upp á að kaupa gróðursetningu trés – Rótarskots – í staðinn.

Gróðursett verður í Heiðmörk í útjaðri svæðisins sem brann í vor. Boðið verður upp á hressingu fyrir gróðursetjarana og hoppukastala fyrir þá yngri.

Nánari staðsetningu má sjá á kortum hér að neðan. Tengill Google Maps fyrir staðsetningu bílastæðis: https://goo.gl/maps/uCDzUd6opERoCZYh8

The Heiðmörk Run 2021

Með News

The second Heiðmörk Run will be held on Saturday, September 25, in Heiðmörk.

The Run is organised by the Reykjavík Forestry Association in collaboration with Náttúruhlaup (Nature Run) and includes two distances, a 4 km Fun Run and the 12 km „Ríkishringur“.

Registration for the Run is at hlaup.is, as well as more information on it. See also the Reykjavík Forestry Association‘s website – heidmork.is.

Heiðmerkurhlaupið 2021

Með Fréttir

Heiðmerkurhlaupið verður haldið í annað sinn laugardaginn 25. september næst komandi í Heiðmörk.

Hlaupið er skipulagt af Skógræktarfélagi Reykjavíkur í samstarfi við Náttúruhlaup og gefst þar bæði fastagestum og nýjum áhugahlaupurum tækifæri til að kynnast stígakerfi Heiðmerkur og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins.

Hægt er að skrá sig í 4 kílómetra skemmtiskokk eða Ríkishringinn, sem er 12 kílómetrar.

Skráning í hlaupið er á hlaup.is þar sem má einnig finna nánari upplýsingar um hlaupið. Sjá einnig heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – heidmork.is.

Hafnarfjörður Forestry Association Volunteer Day

Með News

The Hafnarfjörður Forestry Association holds its annual Volunteer Day on Saturday, September 18, starting at 11. The meeting point is at Hamranes, near the model airfield just west of Hvaleyrarvatn. Plants and tools on site.  The Forestry Association will offer refreshment at around 13 o’clock, after the planting. Everyone welcome!

For more information call Árni (849-6846) or Steinar (894-1268).

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Sjálfboðaliðadagur

Með Fréttir

Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn 18. september 2021 kl. 11.00. Hist verður í Hamranesi á móts við flugmódelvöllinn við Hvaleyrarvatnsveg skammt fyrir vestan Hvaleyrarvatn (leiðin út á Vellina). Skóflur og plöntur á staðnum. Félagið býður upp á hressingu um kl. 13.00 í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma 849-6846 (Árni) og 894-1268 (Steinar).

Tree of the Year 2021

Með News

The Icelandic Forestry Association, in collaboration with Lambhagi, will nominate a bird cherry (Prunus padus) located in the old plant nursery site by Rauðavatn in Reykjavík as the Tree of the Year 2021, in a formal ceremony on Wednesday, August 25th at 16:00.

Programme:

  1. Start of ceremony

Music: Erna Ómarsdóttir and Rakel Björt Helgadóttir

  1. Address – Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association
  2. Presentation of certificate. Dagur B. Eggertsson, the mayor of Reykjavík, will receive it
  3. Address – Jóhannes Benediktsson, chairman of the Reykjavík Forestry Association
  4. Measurements of the tree
  5. Refreshments sponsored by Lambhagi

Everyone welcome!

The IFA nominates a specific tree as Tree of the Year. The nomination is intended to highlight the good work done in Iceland in the cultivation of trees and forests and point out the cultural, environmental and historical value of trees.

Tré ársins 2021

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, útnefnir hegg (Prunus padus) í gömlu gróðrarstöðinni við Rauðavatn í Reykjavík, sem Tré ársins 2021, við hátíðlega athöfn miðvikudaginn  25. ágúst  kl. 16:00.

Dagskrá:

1. Setning dagskrár
    Tónlist: Erna Ómarsdóttir og Rakel Björt Helgadóttir
2. Ávarp – Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
3. Afhending á viðurkenningarskjali. Dagur Eggertsson borgarstjóri veitir því viðtöku
4. Ávarp – Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur
5. Mælingar á trénu
6. Veitingar í boði Lambhaga

Allir velkomnir!

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa.

 

X