ÍTALÍA 2019

EITT SÆTI LAUST!

Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grund og er ferð ársins 2019 til norðurhluta Ítalíu, til ítölsku Alpanna.

Ferðin verður farin dagana 25. september til 2. október. Flogið verður til München og þaðan verður ekið til Trento sem er í faðmi Alpanna þar sem gist verður í þrjár nætur. Á leiðinni til Ítalíu verður áð í Innsbruck sem er og hefur verið lengi höfuðborg Tíról.

Trento er fallegur og gamall bær í dalnum Adige, en þar er að finna höfuðstöðvar skógræktar í héraðinu ásamt háskóla sem kennir skógfræði, en kennarar og starfsmenn þaðan munu aðstoða og leiðsegja í ferðinni. Á þessum slóðum er margt að sjá, náttúruundur og spennandi mannlíf.

Fyrsti dagurinn verður helgaður Trento og heimsótt skógræktarfólk á náttúrufræðisafni í bænum. Næsta dag verður ekið ásamt skógfræðingi upp í dalinn Val di Fiemme.

Daginn eftir er farið frá Trentino héraði til S-Tíról héraðs og hugað að merkilegum skógum og menningu. Frá Trento er ekið til Brixen með viðkomu í bænum Meran og til Tíról kastala. Í miðborg Brixen er dvalið í fjórar nætur og heimsóttir margir sögustaðir. þar á meðal, Bozen, Novacella, og Ortisei ásamt því að skoðaðir verða fjallasalir, umhverfi og landbúnaðarsvæði eins og Val Gardena dalurinn.

Að þessu sinni skipuleggur Skógræktarfélag Íslands ferðina í samvinnu við Every Road Travel (ERT), í eigu Elízu Guðmundsdóttur, sem hefur í áratugi unnið að skipulagningu hópferða um allan heim. Hafið samband í s. 897-0823 eða á netfangið eliza@ert.is.

Verð miðað við tvo í herbergi:
Greitt með korti kr. 221.000
Staðgreitt kr. 218.000

Einstaklingsherbergi
Greitt með korti kr. 262.800
Staðgreitt kr. 259.800