Skógræktarfélag Árnesinga verður með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum í Grímsnesi helgarnar 7. – 8. og 14. – 15. desember, auk daganna 21. – 23. desember. Opið kl. 11-16.

Veljið tré af Jólatorginu (fura og blágreni) eða höggvið eigin jólafuru í jólaskóginum.

Einnig í boði furugreinar, arinviður og hin sívinsælu tröpputré. Ketilkaffi á bálinu, lummur í skemmunni.

Staðsetning: Snæfoksstaðir, merkt rétt neðan við Kerið í Grímsnesi.

Nánari upplýsingar í síma 864-1106.

 

 

skarnesinga
(Mynd: RF).