Skip to main content

Málþing: Þáttur sjálfboðaliða í starfi frjálsra félagasamtaka

Með 1. desember, 2011febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Almannaheill – samtök þriðja geirans og Fræðasetur þriðja geirans bjóða til málþings um þátt sjálfboðaliða í starfi félagasamtaka í tilefni árs sjálfboðliða. Málþingið er haldið fimmtudaginn 1. desember kl. 12-14 í stofu 103 á Háskólatorgi.

Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir formaður Almannaheilla

Athugið! Fólk frá sama félagi dreifi sér um salinn svo blandist vel í hópa á eftir.

12:00-12:20 Skipulag, öflun og stuðningur við sjálfboðaliða:
Steinunn Hrafnsdóttir dósent í félagsráðgjöf og forstöðumaður Fræðaseturs þriðja geirans
Fjallað um val á sjálfboðaliðum, hvaða aðferðum má beita til að ná til sjálfboðaliða og stuðning við þá.  Meðal annars verður fjallað um rannsóknir á áhugahvöt (motivations) sjálfboðaliða og hvernig m.a. má nýta þær rannsóknir til að skipuleggja sjálfboðastarf.

12:20-12:30 Að afla sjálfboðaliða og draga úr sjálfboðaliðaveltu:
Haukur Árni Hjartarson sviðsstjóri sjálfboðaliðasviðs RKÍ í Reykjavík
Sjónum beint að stórum samtökum með langa reynslu og með mikinn fjölda sjálfboðaliða.

12:30-12:40  Að virkja félaga til sjálfboðavinnu:
Ólafur Proppé, formaður fræðsluráðs Bandalags íslenskra skáta og stjórnarmaður 
Sérstaða samtaka sem byggja á félagsaðild og vilja auka þátttöku þeirra í sjálfboðastarfi.

12:40- 12:50  Að hafa verkefni og afla sjálfboðaliða:
Bjarni Gíslason fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar
Vandi lítilla félaga að hafa næg verkefni sem sjálfboðaliðar geta unnið og halda utan um þátt þeirra.
 
13:00-13:30 Skipt í hópa:  5 mínútna hugflæði um í hvers konar verkefni megi nýta sjálfboðaliða, gammurinn látinn geysa og allar hugmyndir, tengdar og ótengdar starfi hvers og eins, skráðar og þeim safnað saman.
20 mínútur til að ræða efni málþingsins og miðla og læra af öðrum. Hvetjum þá reyndu til að gefa sér tíma til að miðla.
  
13:30-13:55 Styrkir til að fá sjálfboðaliða í gegnum Evrópu unga fólksins:
Helga Dagný Árnadóttir verkefnastjóri EUF og Anna Lúðvíksdóttir hjá
SEEDS, SEE beyonD borderS, sem vinnur að skiptum á fólki milli landa til að auka gagnkvæman skilning og virðingu, í vinnu að góðum málum.