Opinn skógur

Opinn skógur er samstarfsverkefni skógræktarfélaga og styrktaraðila. Markmiðið með verkefninu Opinn skógur er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi verði til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu, svo að almenningur geti nýtt sér Opinn skóg til áningar, útivistar og heilsubótar.

os-yfirlit

Nú hafa sextán svæði verið opnuð með formlegum hætti:

Daníelslundur í Borgarfirði (2002)

Hrútey við Blönduós (2003)

Snæfoksstaðir í Grímsnesi (2004)

Tunguskógur við Ísafjarðarkaupstað (2004)

Eyjólfsstaðaskógur á Héraði (2004)

Sólbrekkur á Suðurnesjum (2004)

Hofsstaðaskógur á Snæfellsnesi (2005)

Tröð við Hellissand á Snæfellsnesi (2006)

Hálsaskógur við Djúpavog (2008)

Akurgerði í Öxarfirði (2008)

Ásabrekka í Ásahreppi (2009)

Fossá í Hvalfirði (2011)

Laugalandsskógur á Þelamörk (2012)

Völvuskógur á Skógum undir Eyjafjöllum (2013)

Skarðsdalur á Siglufirði (2015)

Brynjudalur í Hvalfirði (2017)