Skip to main content

Reykjavíkur Akademían: Loftslagsbreytingar á mannamáli

Með 10. apríl, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Reykjavíkur Akademían stendur fyrir málstofu loftslagsbreytingar í hnattrænu samhengi og áhrif þeirra á búsetu, atvinnulíf og menningu. Málstofan er haldin  í húsakynnum Reykjavíkur Akademíunnar á Hringbraut 121, 4. hæð, laugardaginn 10. apríl, kl. 13 – 15:30
 
Dagskrá:

Veðurfarsbreytingar á Íslandi Halldór Björnsson veðurfræðingur

„Hún heitir móðir jörð og hún er með hita“ – um upplifanir og útskýringu frumbyggja Kanada á loftslagsbreytingum Björk Bjarnadóttir umhverfisþjóðfræðingur

Loftslagsbreytingar í norðri – Sundrun eða samvinna? Auðlindadeilur og umhverfisstjórnmál á óvissutímum Auður H. Ingólfsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur

Siðleysi á heimsmælikvarða Ólafur Páll Jónsson heimspekingur

Fundarstjóri verður Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veita Einar Ó. Þorleifsson (s. 857-2161) og Guðrún Hallgrímsdóttir (s. 899-7783).