Skógarganga hjá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps

Með júlí 1, 2013febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Skógræktarfélag Skilmannahrepps efnir til skógargöngu þriðjudaginn 2. júlí kl. 20. Lagt verður af stað frá
kaffiskúr félagsins í Furuhlíð undir Selhæð í landi Stóru-Fellsaxlar.
Til að komast að skógræktarsvæðinu frá höfuðborgarsvæðinu er best að beygja til hægri inn á Vesturlandsveg eftir að komið er upp úr Hvalfjarðargöngum. Ekið er framhjá afleggjara að Grundartanga og beygt til vinstri inn á Fellsendaveg.