Skip to main content

Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grundu þar sem fléttað er saman fræðslu um skóga og skógrækt við almenna náttúru og menningu viðkomandi lands. Ferð ársins 2025 er til Svíþjóðar, en þangað hefur ekki verið farið áður og því fyllilega kominn tími til að heimsækja nágranna okkar í Skandinavíu. Farið verður dagana 27. september til 3. október.

Flogið verður til Stokkhólms, ferðast um suðurhluta Svíþjóðar og flogið heim frá Kaupmannahöfn. Heimsóttir verða ýmsir skógræktaraðilar – skógarbændur, ríkisskógrækt þeirra Svía, gróðrarstöð og komið við hjá Husquarna, einum stærsta tækjaframleiðanda í skógargeiranum. Nánar má lesa um ferðina í ferðalýsingu.

Ferðalýsing (pdf)

Athugið að ferðalýsing getur tekið minni háttar breytingum þar sem enn er verið að vinna í endanlegum staðfestingum á sumum heimsóknum. Uppfærð/ítarlegri ferðalýsing verður sett inn um leið og hún liggur fyrir.

Takmarkaður sætafjöldi er í ferðina. Í hana gildir, líkt og fyrri ferðir félagsins, að fyrstur kemur, fyrstur fær!

Bændaferðir halda utan um ferðina og sjá um bókanir. Hver og einn bókar sig sjálfur á vefnum og greiðir staðfestingargjald um leið: https://www.baendaferdir.is/baendaferdir/detail/2748/skograektarferd-til-svithjodar.

Hægt er svo að skrá sig inn á Ferðin Mín á heimasíðu Bændaferða þegar hentar og greitt aukalega inn á ferðina, en ferðin þarf að vera fullgreidd 8 vikum fyrir brottför.

Við bókun þarf að skrá eftirfarandi upplýsingar:
• Kennitala
• Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
• Heimilisfang
• GSM símanúmer
• Netfang
• Hverjir deila herbergi

Athugið: Fyrir þá/þær/þau sem vilja deila saman herbergi er best að bóka sig saman í gegnum hlekkinn á ferðina og greiða staðfestingargjaldið í einu lagi. Ef bóka og borga þarf í sitthvoru lagi þá þarf að heyra í Bændaferðum og þau græja það.

Athugið: Ef þið viljið breyta heimferð þá er nauðsynlegt að vera búin að bóka sig og greiða staðfestingargjaldið áður en ósk um breytta heimferð er send til Bændaferða. Kostnaður við breytta heimferð er 15.000 kr. á mann + fargjaldamunur ef einhver er.

Athugið: Staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft 5 dögum eftir að það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega. Sjá almenna ferðaskilmála inni á heimasíðu Bændaferða: https://www.baendaferdir.is/um-baendaferdir/ferdaskilmalar-baendaferda